Gæti verið sparkað úr risamóti fyrir að tala ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 10:31 Naomi Osaka segir blaðamannafundi eftir leiki auka mikið andlegt álag á íþróttafólk. Getty/Tim Clayton Stórstjarna úr tennisheiminum hefur verið bæðið sektuð og hótað fari hún ekki að sinna sínum skyldum við blaðamenn. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún er þessa dagana í herferð gegn blaðamannafundum sem hún telur að séu íþróttafólki mjög erfiðir andlega. Það hefur hins vegar afleiðingar með sér að neita að mæta á blaðamannafundi á risamótum í tennis. Naomi Osaka has been fined $15K after skipping a mandatory news conference and could face stiffer punishment, including default from the tournament, if she continues to avoid speaking to the media. https://t.co/miD2n4AeN9— SportsCenter (@SportsCenter) May 30, 2021 Hin japanska Osaka vann sigur á Patriciu Mariu Tig í fyrsta leik sínum á Opna franska meistaramótinu en skrópaði síðan á blaðamannafundinn eins og hún hafði boðað áður á samfélagsmiðlum sínum. Osaka er tekjuhæsta íþróttakona heims og ætti því að hafa efni á því að borga sektirnar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara sekt fyrir þetta fyrsta skróp sitt eða 1,8 milljónir íslenskra króna. Osaka sendi frá sér sína yfirlýsingu en nú hafa mótshaldarar svarað með sinni yfirlýsingu. Þar er henni hótað brottrekstri úr mótinu haldi hún áfram að neita að mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína. anger is a lack of understanding. change makes people uncomfortable.— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 30, 2021 Osaka svaraði með því að tvíta: Reiði er skortur á skilningi. Breytingar eru óþægilegar fyrir fólk. Það er því ekki að heyra annað en að hún ætli að halda sinni herferð áfram. Naomi hefur fengið hrós fyrir að berjast fyrir annað andlegri heilsu íþróttafólks þar sem hún hefur bæði peninga og áhrif til að ná einhverju fram. Hún hefur líka verið gagnrýnd fyrir það að taka þessa ákvörðun án þess að tala áður við mótshaldara en þá sem ráða í tennisheiminum til að finna lausn. Næsti leikur Naomi Osaka er á móti annarri rúmenskri tenniskonu en sú heitir Ana Bogdan. Naomi Osaka will skip news conferences at the French Open, saying press often show no care for athletes' mental health: "I'm just not going to subject myself to people who doubt me."She faces up to $20,000 in fines and says she hopes the money goes to a mental health charity. pic.twitter.com/PrjY2d8Tcf— AJ+ (@ajplus) May 27, 2021 Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún er þessa dagana í herferð gegn blaðamannafundum sem hún telur að séu íþróttafólki mjög erfiðir andlega. Það hefur hins vegar afleiðingar með sér að neita að mæta á blaðamannafundi á risamótum í tennis. Naomi Osaka has been fined $15K after skipping a mandatory news conference and could face stiffer punishment, including default from the tournament, if she continues to avoid speaking to the media. https://t.co/miD2n4AeN9— SportsCenter (@SportsCenter) May 30, 2021 Hin japanska Osaka vann sigur á Patriciu Mariu Tig í fyrsta leik sínum á Opna franska meistaramótinu en skrópaði síðan á blaðamannafundinn eins og hún hafði boðað áður á samfélagsmiðlum sínum. Osaka er tekjuhæsta íþróttakona heims og ætti því að hafa efni á því að borga sektirnar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara sekt fyrir þetta fyrsta skróp sitt eða 1,8 milljónir íslenskra króna. Osaka sendi frá sér sína yfirlýsingu en nú hafa mótshaldarar svarað með sinni yfirlýsingu. Þar er henni hótað brottrekstri úr mótinu haldi hún áfram að neita að mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína. anger is a lack of understanding. change makes people uncomfortable.— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 30, 2021 Osaka svaraði með því að tvíta: Reiði er skortur á skilningi. Breytingar eru óþægilegar fyrir fólk. Það er því ekki að heyra annað en að hún ætli að halda sinni herferð áfram. Naomi hefur fengið hrós fyrir að berjast fyrir annað andlegri heilsu íþróttafólks þar sem hún hefur bæði peninga og áhrif til að ná einhverju fram. Hún hefur líka verið gagnrýnd fyrir það að taka þessa ákvörðun án þess að tala áður við mótshaldara en þá sem ráða í tennisheiminum til að finna lausn. Næsti leikur Naomi Osaka er á móti annarri rúmenskri tenniskonu en sú heitir Ana Bogdan. Naomi Osaka will skip news conferences at the French Open, saying press often show no care for athletes' mental health: "I'm just not going to subject myself to people who doubt me."She faces up to $20,000 in fines and says she hopes the money goes to a mental health charity. pic.twitter.com/PrjY2d8Tcf— AJ+ (@ajplus) May 27, 2021
Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira