Íslandsmeistari þrjátíu árum eftir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 12:32 Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna og fagna hér með bikarinn. Badminton.is Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Daníel Jóhannesson urðu bæði Íslandsmeistarar í badminton í fyrsta sinn um helgina en einn af hinum Íslandsmeisturum helgarinnar varð sinn fyrsta titil löngu áður en þau Júlíana Karitas og Daníel fæddust. Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár. Badminton Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár.
Badminton Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira