A Quiet Place: Part II - Gaman í bíó Heiðar Sumarliðason skrifar 4. júní 2021 14:31 Abbot-fjölskyldan, mínus Lee Abbot, enda er hann dáinn. Rúmu ári eftir að hana átti að frumsýna er A Quiet Place: Part II loks komin í kvikmyndahús. Mikið er nú gaman að sjá hana í bíó. Kvikmyndahúsin eru nú farin að svífa seglum þöndum og mætti líta á AQPII sem einskonar sjósetningu sumartímabilsins, en það er einmitt sá tími sem kvikmyndaverin dæla út sínum dýrustu myndum. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í bíó á alvöru Hollywood-mynd í meira en hálft ár. Þá sá ég Wonder Woman 1984, sem mér þótti nú reyndar ekkert spes. Því hef ég hreinlega ekki séð kvikmynd sem er alvöru bíóupplifun fyrir öll skilningarvit síðan Óskarverðalaunamyndin 1917 kom í bíó fyrir einu og hálfu ári. Mér leið því líkt og ferskir vindar væru að blása um mig á meðan ég horfði á AQPII. Ég fékk kvikmyndahúsaupplifunina beint í æð og allir þessir hlutir sem maður missir af þegar horft er á litlum skjá voru enn sterkari en ella. E.t.v. voru þessi viðbrögð mín vegna þess tíma sem hefur liðið frá því að ég sá svo sterka kvikmynd á stóru tjaldi, en það breytir því ekki að þessi framhaldsmynd var einstaklega ánægjuleg upplifun. Persónulega þykir mér þetta framhalds- og endurgerðamyndafargan alveg ótrúlega hvimleitt. Ekki aðeins vegna þess að framhaldsmyndir eru oftast síðri en fyrirrennarinn, heldur er ótrúlega algengt að gerð séu framhöld mynda sem fátt höfðu til brunns að bera til að byrja með. Fyrri myndin í þessu tilfelli var hins vegar raunverulega frambærileg hrollvekja og aldrei þessu vant er framhaldið lítið síðri. Gleyma ekki Aristótelesi Það sem AQPII hefur í liði með sér eru sterkar stoðir grunneindanna sem Aristóteles ritaði um fyrir tæplega 2400 árum, vorkunn og skelfing. Kringumstæðurnar sem persónurnar eru fastar í eru svo hriklegar og ná svo auðveldlega að stilla inn á sammannlegar tilfinningar að sagan er vel nestuð til að halda áhorfendum við efnið. Það er ekki þar með sagt að AQP II sé ekki gagnrýniverð. Það koma reglulega upp atvik í framvindunni sem ekki er heil brú í (eða a.m.k. hálf brú), einnig gengur heldur brösulega að sauma persónu Emmet (Cilian Murphy) inn í söguna, þannig að hún virki ekki aðeins sem persóna sem þurfti að bæta við því fjölskyldufaðirinn dó í enda fyrri myndarinnar. Cilian Muprhy í hlutverki sínu. Það er hreinlega eitthvað ofaukið við Emmet, þó hann sé risastór hluti af framvindunni. Mögulega tengist það því hvernig hann er kynntur til sögunnar í endurlitinu sem myndin hefst á. Maður áttar sig engan veginn á sambandi hans við Abbott-fjölskylduna. Hann virkar eiginlega eins og leiðinlegur nágranni. Þessi kynning gefur persónuboga hans mun minna vægi heldur en ef samband hans við fjölskylduna hefði komið skýrar fram. Þetta veikir öll samskipti hans við dótturina Regan, sem eru þungamiðja sögunnar. En þar sem grunnhugmyndin er byggð á sterkum stoðum Aristóelískra fræða skiptir þetta heildarupplifunina ekki svo miklu máli. Samt sem áður verður þetta til þess að lækka stjörnugjöfina um hálfa stjörnu. Ef eilítið betur hefði verið unnið í persónusköpun og því að gefa framvindunni betri undirstöðu hefði AQPII a.m.k. náð fjórum stjörnunum, jafnvel meira. Niðurstaða: Smáatriðin og veik framvinda verða A Quiet Place: Part II öðru hvoru fjötur um fót. Hún er þó ávallt áhrifamikil sem verður til að þess að óhætt er að mæla með henni. A.m.k. naut undirritaður bíóferðarinnar í botn. Hér er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, um A Quiet Place: Part II, í nýjasta þætti Stjörnubíós. Inniheldur spilla. Stjörnubíó Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndahúsin eru nú farin að svífa seglum þöndum og mætti líta á AQPII sem einskonar sjósetningu sumartímabilsins, en það er einmitt sá tími sem kvikmyndaverin dæla út sínum dýrustu myndum. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í bíó á alvöru Hollywood-mynd í meira en hálft ár. Þá sá ég Wonder Woman 1984, sem mér þótti nú reyndar ekkert spes. Því hef ég hreinlega ekki séð kvikmynd sem er alvöru bíóupplifun fyrir öll skilningarvit síðan Óskarverðalaunamyndin 1917 kom í bíó fyrir einu og hálfu ári. Mér leið því líkt og ferskir vindar væru að blása um mig á meðan ég horfði á AQPII. Ég fékk kvikmyndahúsaupplifunina beint í æð og allir þessir hlutir sem maður missir af þegar horft er á litlum skjá voru enn sterkari en ella. E.t.v. voru þessi viðbrögð mín vegna þess tíma sem hefur liðið frá því að ég sá svo sterka kvikmynd á stóru tjaldi, en það breytir því ekki að þessi framhaldsmynd var einstaklega ánægjuleg upplifun. Persónulega þykir mér þetta framhalds- og endurgerðamyndafargan alveg ótrúlega hvimleitt. Ekki aðeins vegna þess að framhaldsmyndir eru oftast síðri en fyrirrennarinn, heldur er ótrúlega algengt að gerð séu framhöld mynda sem fátt höfðu til brunns að bera til að byrja með. Fyrri myndin í þessu tilfelli var hins vegar raunverulega frambærileg hrollvekja og aldrei þessu vant er framhaldið lítið síðri. Gleyma ekki Aristótelesi Það sem AQPII hefur í liði með sér eru sterkar stoðir grunneindanna sem Aristóteles ritaði um fyrir tæplega 2400 árum, vorkunn og skelfing. Kringumstæðurnar sem persónurnar eru fastar í eru svo hriklegar og ná svo auðveldlega að stilla inn á sammannlegar tilfinningar að sagan er vel nestuð til að halda áhorfendum við efnið. Það er ekki þar með sagt að AQP II sé ekki gagnrýniverð. Það koma reglulega upp atvik í framvindunni sem ekki er heil brú í (eða a.m.k. hálf brú), einnig gengur heldur brösulega að sauma persónu Emmet (Cilian Murphy) inn í söguna, þannig að hún virki ekki aðeins sem persóna sem þurfti að bæta við því fjölskyldufaðirinn dó í enda fyrri myndarinnar. Cilian Muprhy í hlutverki sínu. Það er hreinlega eitthvað ofaukið við Emmet, þó hann sé risastór hluti af framvindunni. Mögulega tengist það því hvernig hann er kynntur til sögunnar í endurlitinu sem myndin hefst á. Maður áttar sig engan veginn á sambandi hans við Abbott-fjölskylduna. Hann virkar eiginlega eins og leiðinlegur nágranni. Þessi kynning gefur persónuboga hans mun minna vægi heldur en ef samband hans við fjölskylduna hefði komið skýrar fram. Þetta veikir öll samskipti hans við dótturina Regan, sem eru þungamiðja sögunnar. En þar sem grunnhugmyndin er byggð á sterkum stoðum Aristóelískra fræða skiptir þetta heildarupplifunina ekki svo miklu máli. Samt sem áður verður þetta til þess að lækka stjörnugjöfina um hálfa stjörnu. Ef eilítið betur hefði verið unnið í persónusköpun og því að gefa framvindunni betri undirstöðu hefði AQPII a.m.k. náð fjórum stjörnunum, jafnvel meira. Niðurstaða: Smáatriðin og veik framvinda verða A Quiet Place: Part II öðru hvoru fjötur um fót. Hún er þó ávallt áhrifamikil sem verður til að þess að óhætt er að mæla með henni. A.m.k. naut undirritaður bíóferðarinnar í botn. Hér er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson, ritstjóra Kvikmynda.is, um A Quiet Place: Part II, í nýjasta þætti Stjörnubíós. Inniheldur spilla.
Stjörnubíó Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira