Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2021 20:00 Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“ Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“
Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira