Sendu út 10 þúsund skyndiboðanir í bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 21:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2 Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist. Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00
Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30
Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10
Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent