Sósíalistar þora að berjast fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu án endurgjalds Andri Sigurðsson skrifar 2. júní 2021 08:01 Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun