Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 13:18 Velferð flugáhafna er þáttur í flugöryggi. Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira