Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 13:18 Velferð flugáhafna er þáttur í flugöryggi. Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira