Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:40 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór. Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira