„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. „Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“ Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“
Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira