Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 13:28 Sérfræðingur hjá Hafró segir súrnun sjávar gerast hratt og vera áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á. Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson. Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira