Sigur Melsungen var nokkuð öruggur en liðið var 14-10 yfir í hálfleik og hleypti Hannover-Burgdorf í raun aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik. Lokatölur 27-24 og lærisveinar Guðmundar á leið í bikarúrslit.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var ekki meðal markaskorara Melsungen í leiknum.
Fyrr í kvöld komst Lemgo, lið Bjarka Más Elíssonar, í úrslit eftir ótrúlegan eins marks sigur á Kiel og ljóst að það verður sannkallaður Íslendingaslagur í úrslitum.