Cillessen æfur út í De Boer: „Aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 10:00 Jasper Cillessen leikur ekki með Hollandi á EM, honum til mikillar gremju. getty/Jonathan Moscrop Markvörðurinn Jasper Cillessen er æfur út í Frank de Boer eftir að hann tók hann út úr EM-hópi Hollands í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira