Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Hann var til heimilis að Sigtúni á Patreksfirði og lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Í tilkynningunni kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum og henni miði vel.
Á sunnudag gaf lögreglan út tilkynningu á Facebook þar sem fram kom að karlmaður á miðjum aldri hefði drukknað við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar.
Hann hafi ætlað sér að fara út í hhyl undir fossinum. Mikill straumur reyndist í hylnum og virtist maðurinn hafa misst fótanna og lent í sjálfheldu í straumnum og fest um stund þar til nærstaddir komu honum til hjálpar.
Hann hafi þá misst meðvitund og nærstaddir hafið endurlífgunartilraunir sem haldið var áfram þar til maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann var úrskuðaður látinn.