„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. júní 2021 07:01 María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur talar um #metoo byltinguna, hættur skýrmslavæðingar hvernig gerendur geta sýnt og tekið ábyrgð. „Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. María Rún hefur verið áberandi í umræðunni um kynferðisbrot og einbeitt sér að því síðustu ár að skoða vel lagaumhverfi þeirra á samfélagsmiðlum og Internetinu. Hún kom einnig að gerð nýs frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi stafræn kynferðisbrot. Á dögunum vakti María athygli fyrir leiðbeiningar ætlaðar körlum með yfirskriftinni: Topp 5 ráð fyrir karla sem eru á móti kynferðisofbeldi og vilja sýna það í verki. Ráðin má sjá neðst í viðtalinu. Faglegur bakgrunnur Maríu er annars vegar í mannréttindum og persónuvernd og hins vegar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Hún hefur verið áberandi síðustu ár í umræðunni um kynferðisbrot á netinu.Getty Samfélagið gýs af uppsafnaðri spennu Spurð um ástæðu þess að #metoo byltingin hafi sprottið aftur upp núna af svo miklum krafti vitnar María í grein Sigríðar Dúnu Kristmannsdóttur. Þegar það er búið að safnast upp nógu mikill þrýstingur undir yfirborðinu þá verða gos. Hraun og eldmagnið stendur þá væntanlega í einhverjum tengslum við spennuna og það hversu mikið hefur safnast upp í kvikugöngin. Hún segir það áhugavert hversu stutt sé frá síðustu byltingu sem segi í raun mikið til um spennustigið í samfélaginu sjálfu. „Það er jú einhver náttúrukraftur í því þegar samfélagið hreinlega gýs af uppsafnaðri spennu.“ María bendir einnig á það í þessu samhengi að ef saga jafnréttislaga sé skoðuð hefur komið frumvarp til þess að breyta þeim á tíu ára fresti frá gildistöku fyrstu jafnréttislaganna árið 1976. „Nú er nýbúið að endurskoða jafnréttislög og spurning hvort það líði aftur tíu ár þangað til það verður farið að kalla eftir endurskoðun þeirra.“ Talið berst að máli fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar og ástæðu þess hversu mikil og hörð viðbrögð málið fékk. „Ætli eldgosasamlíkingin eigi ekki bara ágætlega við um það mál? Ég hef nú ekki kynnt mér það mál í þaula svo allt sem ég hef um það að segja væri aðallega gisk. Ég held að það hafi kannski ekki verið mjög sterk strategía að birta samtal hans og lögmannsins hans,“ segir María. Vísar hún til viðtals Sölva við sjálfan sig í eigin hlaðvarpsþætti þar sem lögmaðurinn Saga Ýrr Jónsdóttir stappaði í hann stálinu. Frumvarp til þess að breyta jafnréttislögunum hefur komið fram á tíu ára fresti frá gildistöku fyrstu jafnréttislaganna árið 1976.Getty Mikilvægt að nota tæknina til góðs Mikið hefur verið fjallað um opna og beitta umræðu á samfélagsmiðlum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Bæði hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sem og mikill meðbyr og er eins og samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar í afstöðu sinni. Hver er þín skoðun á þessu? „Samfélagsmiðlar eru nú ekki bara böl þó umræðan um þá vilji oft verða þannig. Það er mikilvægt að nota tæknina til góðs. Twitter hefur nýst vel til að koma þessari umræðu í farveg.“ Áhugavert að síðast voru þetta nafnlausar sögur sem var safnað í stórum hópum á Facebook, þar sem nafngreining var bara innan hópsins, en núna komin fram undir nafni á Twitter. Veit ekki hvaða þýðingu það hefur, en það er mjög áhugaverð þróun. „Ég veit ekki hvort að þessar breytingar á vettvangi umræðunnar núna annars vegar og 2018 hins vegar hafi einhverja sjálfstæða merkingu, en þetta er ágæt áminning um að það þróast mismunandi viðmið varðandi samskipti og tjáningarmáta á mismunandi samfélagsmiðlum.“ Það má segja það sem er satt Eitt af því sem helst hefur verið gagnrýnt eru nafnbirtingar meintra gerenda á samfélagsmiðlum þar sem einhverjum finnst of langt gengið. María segir málið alls ekki einfalt og þarna skipti nálgunin miklu máli. „Þarna vegast á tvö grundvallarréttindi sem bæði njóta verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasamninga. Annars vegar tjáningarfrelsið sem verndar til að mynda rétt fólks til þess að segja frá upplifun sinni og friðhelgi einkalífs hins vegar, sem verndar meðal annars æru fólks og mannorð. Mörkin þarna á milli geta verið flókin og atviksbundin, en dómar sýna að þessi mörk eru á hreyfingu.“ Í grunninn er það þannig að það má segja það sem er satt. Máttur samfélagsmiðla og svokallaðra áhrifavalda hefur sjaldan verið eins áberandi og í #metoo umræðunni og hafa margir spurt út í reglur sem ná yfir áhrifavalda og samfélagsmiðla. Hver er þín skoðun á þessu? Telur þú að það þurfi skýrari reglur eða er þetta í góðum farvegi eins og þetta er? „Það er margt hægt að segja um þetta en ég held að ég láti duga að segja að það gilda margar reglur um áhrifavalda, þó dæmin sýni reyndar því miður að þau séu mörg mismeðvituð um það og þær reglur sem þau þyrftu að líta til við iðju sína.“ María segir áhrifavalda og fólk á samfélagsmiðlum mörg mismeðvituð um það og þær reglur sem þeim ber að fylgja.Getty Hvað er skrýmslavæðing? Skrýmslavæðing er eitt af þeim orðum sem hafa einkennt umræðuna síðustu vikur og er þá átt við skrímslavæðing meintra gerenda. Hvað er skrýmslavæðing og af hverju er hún varasöm? „Skrýmslavæðing er algert eitur. Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk. Það eru bræður og frændur og frænkur og vinir einhvers. Flestir gerendur hafa einhvern í sínu lífi sem þykir vænt um þá og þeir eru ekki bara brotið sem þeir frömdu. Skrýmslavæðingin afmennskar gerendur þannig að við trúum ekki að maður hafi framið kynferðisbrot gagnvart konu af því að hann er svo góður pabbi, eða mikill íþróttamaður. Þetta er mýta sem er gríðarlega skaðleg og risastór þáttur í því hversu erfitt er fyrir samfélagið að eiga við kynferðisbrot. Þetta gerir það líka að verkum að það verður erfiðara fyrir gerendur að horfast í augu við gerðir sínar og afleiðingar þeirra. Það er mjög óheppilegt, því við verðum að opna á að gerendur geti leitað sér aðstoðar og úrræða áður en þeir brjóta af sér. Það er ekkert ofbeldi án gerenda og besta leiðin til að minnka ofbeldi er að stoppa gerendur. Ef fólk heldur að gerendur séu bara skrýmsli munu þeir sjálfir seint grípa til aðgerða til að hætta að beita ofbeldi og því verðum við að breyta. Fjölmiðlar hafa setið undir töluverðri gagnrýni á umfjöllun sína í þessum málum undanfarið. Hvað finnst þér sjálfri að betur mætti fara í fjölmiðlaumfjöllun um mál tengd kynferðisbrotum? Mikilvægi hlutverks fjölmiðla fer síst þverrandi á þessum stafrænu tímum þar sem upplýsingagnóttin er svona mikil. Öflug og vönduð fjölmiðlun skiptir verulegu máli fyrir þróun samfélagslegrar umræðu um mikilvæg mál á borð við #metoo. María segir öfluga og vandaða fjölmiðlun skiptir verulegu máli fyrir þróun samfélagslegrar umræðu um mikilvæg mál á borð við #metoo. Getty Kominn tími til að karlar taki þessa vakt Karlmenn og umræðan. Karlmenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að taka ekki meiri þátt í umræðunni og á sama tíma hafa einhverjir sem tekið hafa þátt verið harðlega gagnrýndir. Getur verið að hér séu einhver ójós skilaboð? Afhverju heldur þú að karlmenn séu tregari til að taka afstöðu? „Það eru til allskonar rannsóknir um þetta og niðurstöðurnar ekki á eina leið. Kjarninn virðist þó liggja í því að kynferðisofbeldi hefur verið skilgreint sem kerfislægt vandamál kvenna. Þær verða að meginstefnu til fyrir því, þær sitja uppi með afleiðingarnar af því og þær hafa leitt baráttu gegn því. Þessu þarf að breyta.“ Það eru karlar sem að meginstefnu til beita kynferðisofbeldi og þeir þurfa að taka ábyrgð á því að brjóta upp þetta mynstur. Þetta er óþægilegt og erfitt, en konur eru búnar að vera að standa í þessu alltof lengi og það er bara löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt. „Það á eftir að kosta erfiðleika og sársauka og gjörsamlega óteljandi „hva má bara ekkert lengur?“ og krefjast samfélagslegs úthalds því hér er ekki bara ein töfralausn heldur þarf að vinna að þessu á mörgum sviðum og úr ýmsum áttum.“ Karlar verða að ráða við að geta rætt um kynferðisofbeldi sem kerfisbundið vandamál án þess að taka því sem einhverskonar persónulegri árás. Fyrir þá karla sem tengja ekki við mikilvægi þess að uppræta kynferðisofbeldi af hugsjónaástæðum segir María að þeir mættu þá hafa hugfast að samfélagslegur kostnaður af kynferðisbrotum hleypur á hundruðum milljóna árlega. „Mér er svo sem sama um hvort að karlar taki þátt í þessari baráttu af hugsjónar- eða hagkvæmnisástæðum, en það er allavega tímabært.“ María segir karla verða að ráða við það að geta rætt um kynferðisofbeldi sem kerfisbundið vandamál án þess að taka því sem einhverskonar persónulegri árás.Getty Stígamót hafa staðið fyrir námskeiði fyrir karla sem heitir Bandamenn og segist María hafa heyrt frá þeim að áhuginn á námskeiðinu sé mjög mikill sem sé stórt skref í rétta átt. „Þá held ég að frábæra verkefnið hans Þorsteins Einarssonar um Karlmennskuna hafi verið gagnlegt til þess að undirbúa jarðveginn fyrir karla sem vilja taka þátt í breytingum. Gerandi og þolandi geta haft ólíka upplifun Við tölum meira um gerendur ofbeldis. Hvenær ertu gerandi og hvenær ekki? Getur verið að einhverjir karlmenn geri sér hreinlega ekki grein fyrir því þegar þeir eru gerendur? „Dæmin sýna að þolandi og gerandi geta haft mjög ólíka upplifun af því sem á sér stað. Það þýðir ekki endilega að annað sé að ljúga og hitt ekki. “ Í skilningi réttarkerfisins eru hins vegar mjög ríkar kröfur gerðar til þess að fólk verði að láta sæta refsingu og það er mikilvægt að gefa ekki afslátt af grundvallarreglum réttarríkisins. Það eru ekki endilega sömu viðmið og liggja til grundvallar í samskiptum fólks og þannig getur skapast ákveðin gjá á milli þolenda og réttarkerfisins sem ég held að liggi á að brúa betur. „Á síðunni 112.is eru núna aðgengilegar upplýsingar fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni og úrræði til þess að leita sér aðstoðar. Ef einhver upplifir kynferðisleg samskipti við þig sem ofbeldi hljóta það að vera sterk skilaboð um að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Á 112.is eru upplýsingar um úrræðið Taktu Skrefið sem ég hvet fólk til þess að nota. Daður og áreitni. Geta skilin þar á milli jafnvel verið einhverjum óljós. Hvenær er daður áreitni? Það er ekki refsivert að vera daðrari. En það er auðvitað fólk sem lætur reyna á mörk, bæði annarra, sjálfs síns og samfélagsins. Að lokum tölum við um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og aðgerðir fyrir gerendur. Hvernig er hægt að gera betur? Hvað þurfa karlmenn að gera til þess að bæta sig og laga ástandið? „Ég vísa bara í ráðin 5 sem ég setti á netið, en ekki síður á upplýsingar fyrir gerendur kynferðisbrota og úrræði sem eru aðgengileg í gegnum 112.is.“ Hér fyrir neðan er hægt að lesa pistil Maríu, Topp 5 ráð fyrir karla sem eru á móti kynferðisofbeldi og vilja sýna það í verki. Ekki beita kynferðisofbeldi Virðist einfalt, en hefur greinilega ekki gengið nógu vel. Hérna eru leiðbeiningar frá landlækni og hérna eru leiðbeiningar með einföldum myndum. Ef þetta er ekki nóg væri hægt að henda í átak, til dæmis að fyrirmynd meistaramánaðar. Nauðungarlaus lífstíll væri flott markmið. Ég hef svosem skrifað um það áður, en þeir sem eru ekki á móti kynferðisofbeldi af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum, enda hleypur kostnaður af ofbeldi gegn konum á hundruðum milljóna samkvæmt erlendum úttektum. Ekki segja ekki allir karlar Karlar eru í meirihluta þeirra sem beita ofbeldi, bæði aðra karla og konur. Þeir eru líka í miklum meirihluta þeirra sem beita kynferðislegu ofbeldi. Þetta þarf ekki að fjölyrða um. Það er verið að tala um kerfi, ekki einstaklinga. Karlar sem beita ekki kynferðisofbeldi þurfa ekki að taka þetta persónulega. Þeir geta frekar reynt að sýna samkennd og setja sig í spor kvenna til þess að skilja þennan veruleika. Gott lesefni er til dæmis The Right Amount of Panic, sem er hægt að lesa aðeins um á íslensku hér. Vera fyrirmyndKarlar eru oft fyrirmyndir stráka. Þetta birtist með margskonar hætti. Þeir eru til dæmis í uppeldishlutverki gagnvart strákum, þjálfa þá í íþróttum, kenna þeim í skóla eða eru yfirmenn þeirra á vinnustað. Tækifærin til þess að móta gildi og viðhorf karla framtíðarinnar eru óþrjótandi og karlar geta notað þau til þess að breyta, jafnvel eyða, menningu sem viðheldur umhverfi sem kynferðisofbeldi þrífst í. Hérna eru nokkur ráð fyrir feður. Fara á námskeiðið Bandamenn hjá StígamótumFarðu með vinum, vinnufélögum, körlum í fjölskyldunni eða bara einn. Kannski niðurgreiðir stéttarfélagið jafnvel námskeiðsgjaldið. Halda karlakvöld Þá er ég auðvitað ekki að meina karlakvöld eins og íslensk íþróttafélög hafa haldið í fjáröflunarskyni í áratugi þar sem kvennaliðið gengur um beina í stuttum pilsum og allir sem fram koma eru kallar því að það eru bara engir frambærilegir kvenkyns listamenn. Ekki heldur svona karlakvöld þar sem vinirnir eða vinnufélagarnir gera sér glaðan dag og það er ráðinn strippari til að skemmta. Ég er að meina karlakvöld að fyrirmynd sænsku samtakanna Make Equal, sem kallast killmiddag á sænsku og gengur útá að karlar hittist og tali við vini sína, vinnufélaga eða karlana úr íþróttafélaginu til þess að tala um kynferðislegt ofbeldi. Það er hægt að nálgast leiðbeiningar á ensku hér. Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01 Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. María Rún hefur verið áberandi í umræðunni um kynferðisbrot og einbeitt sér að því síðustu ár að skoða vel lagaumhverfi þeirra á samfélagsmiðlum og Internetinu. Hún kom einnig að gerð nýs frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi stafræn kynferðisbrot. Á dögunum vakti María athygli fyrir leiðbeiningar ætlaðar körlum með yfirskriftinni: Topp 5 ráð fyrir karla sem eru á móti kynferðisofbeldi og vilja sýna það í verki. Ráðin má sjá neðst í viðtalinu. Faglegur bakgrunnur Maríu er annars vegar í mannréttindum og persónuvernd og hins vegar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Hún hefur verið áberandi síðustu ár í umræðunni um kynferðisbrot á netinu.Getty Samfélagið gýs af uppsafnaðri spennu Spurð um ástæðu þess að #metoo byltingin hafi sprottið aftur upp núna af svo miklum krafti vitnar María í grein Sigríðar Dúnu Kristmannsdóttur. Þegar það er búið að safnast upp nógu mikill þrýstingur undir yfirborðinu þá verða gos. Hraun og eldmagnið stendur þá væntanlega í einhverjum tengslum við spennuna og það hversu mikið hefur safnast upp í kvikugöngin. Hún segir það áhugavert hversu stutt sé frá síðustu byltingu sem segi í raun mikið til um spennustigið í samfélaginu sjálfu. „Það er jú einhver náttúrukraftur í því þegar samfélagið hreinlega gýs af uppsafnaðri spennu.“ María bendir einnig á það í þessu samhengi að ef saga jafnréttislaga sé skoðuð hefur komið frumvarp til þess að breyta þeim á tíu ára fresti frá gildistöku fyrstu jafnréttislaganna árið 1976. „Nú er nýbúið að endurskoða jafnréttislög og spurning hvort það líði aftur tíu ár þangað til það verður farið að kalla eftir endurskoðun þeirra.“ Talið berst að máli fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar og ástæðu þess hversu mikil og hörð viðbrögð málið fékk. „Ætli eldgosasamlíkingin eigi ekki bara ágætlega við um það mál? Ég hef nú ekki kynnt mér það mál í þaula svo allt sem ég hef um það að segja væri aðallega gisk. Ég held að það hafi kannski ekki verið mjög sterk strategía að birta samtal hans og lögmannsins hans,“ segir María. Vísar hún til viðtals Sölva við sjálfan sig í eigin hlaðvarpsþætti þar sem lögmaðurinn Saga Ýrr Jónsdóttir stappaði í hann stálinu. Frumvarp til þess að breyta jafnréttislögunum hefur komið fram á tíu ára fresti frá gildistöku fyrstu jafnréttislaganna árið 1976.Getty Mikilvægt að nota tæknina til góðs Mikið hefur verið fjallað um opna og beitta umræðu á samfélagsmiðlum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Bæði hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sem og mikill meðbyr og er eins og samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar í afstöðu sinni. Hver er þín skoðun á þessu? „Samfélagsmiðlar eru nú ekki bara böl þó umræðan um þá vilji oft verða þannig. Það er mikilvægt að nota tæknina til góðs. Twitter hefur nýst vel til að koma þessari umræðu í farveg.“ Áhugavert að síðast voru þetta nafnlausar sögur sem var safnað í stórum hópum á Facebook, þar sem nafngreining var bara innan hópsins, en núna komin fram undir nafni á Twitter. Veit ekki hvaða þýðingu það hefur, en það er mjög áhugaverð þróun. „Ég veit ekki hvort að þessar breytingar á vettvangi umræðunnar núna annars vegar og 2018 hins vegar hafi einhverja sjálfstæða merkingu, en þetta er ágæt áminning um að það þróast mismunandi viðmið varðandi samskipti og tjáningarmáta á mismunandi samfélagsmiðlum.“ Það má segja það sem er satt Eitt af því sem helst hefur verið gagnrýnt eru nafnbirtingar meintra gerenda á samfélagsmiðlum þar sem einhverjum finnst of langt gengið. María segir málið alls ekki einfalt og þarna skipti nálgunin miklu máli. „Þarna vegast á tvö grundvallarréttindi sem bæði njóta verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasamninga. Annars vegar tjáningarfrelsið sem verndar til að mynda rétt fólks til þess að segja frá upplifun sinni og friðhelgi einkalífs hins vegar, sem verndar meðal annars æru fólks og mannorð. Mörkin þarna á milli geta verið flókin og atviksbundin, en dómar sýna að þessi mörk eru á hreyfingu.“ Í grunninn er það þannig að það má segja það sem er satt. Máttur samfélagsmiðla og svokallaðra áhrifavalda hefur sjaldan verið eins áberandi og í #metoo umræðunni og hafa margir spurt út í reglur sem ná yfir áhrifavalda og samfélagsmiðla. Hver er þín skoðun á þessu? Telur þú að það þurfi skýrari reglur eða er þetta í góðum farvegi eins og þetta er? „Það er margt hægt að segja um þetta en ég held að ég láti duga að segja að það gilda margar reglur um áhrifavalda, þó dæmin sýni reyndar því miður að þau séu mörg mismeðvituð um það og þær reglur sem þau þyrftu að líta til við iðju sína.“ María segir áhrifavalda og fólk á samfélagsmiðlum mörg mismeðvituð um það og þær reglur sem þeim ber að fylgja.Getty Hvað er skrýmslavæðing? Skrýmslavæðing er eitt af þeim orðum sem hafa einkennt umræðuna síðustu vikur og er þá átt við skrímslavæðing meintra gerenda. Hvað er skrýmslavæðing og af hverju er hún varasöm? „Skrýmslavæðing er algert eitur. Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk. Það eru bræður og frændur og frænkur og vinir einhvers. Flestir gerendur hafa einhvern í sínu lífi sem þykir vænt um þá og þeir eru ekki bara brotið sem þeir frömdu. Skrýmslavæðingin afmennskar gerendur þannig að við trúum ekki að maður hafi framið kynferðisbrot gagnvart konu af því að hann er svo góður pabbi, eða mikill íþróttamaður. Þetta er mýta sem er gríðarlega skaðleg og risastór þáttur í því hversu erfitt er fyrir samfélagið að eiga við kynferðisbrot. Þetta gerir það líka að verkum að það verður erfiðara fyrir gerendur að horfast í augu við gerðir sínar og afleiðingar þeirra. Það er mjög óheppilegt, því við verðum að opna á að gerendur geti leitað sér aðstoðar og úrræða áður en þeir brjóta af sér. Það er ekkert ofbeldi án gerenda og besta leiðin til að minnka ofbeldi er að stoppa gerendur. Ef fólk heldur að gerendur séu bara skrýmsli munu þeir sjálfir seint grípa til aðgerða til að hætta að beita ofbeldi og því verðum við að breyta. Fjölmiðlar hafa setið undir töluverðri gagnrýni á umfjöllun sína í þessum málum undanfarið. Hvað finnst þér sjálfri að betur mætti fara í fjölmiðlaumfjöllun um mál tengd kynferðisbrotum? Mikilvægi hlutverks fjölmiðla fer síst þverrandi á þessum stafrænu tímum þar sem upplýsingagnóttin er svona mikil. Öflug og vönduð fjölmiðlun skiptir verulegu máli fyrir þróun samfélagslegrar umræðu um mikilvæg mál á borð við #metoo. María segir öfluga og vandaða fjölmiðlun skiptir verulegu máli fyrir þróun samfélagslegrar umræðu um mikilvæg mál á borð við #metoo. Getty Kominn tími til að karlar taki þessa vakt Karlmenn og umræðan. Karlmenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að taka ekki meiri þátt í umræðunni og á sama tíma hafa einhverjir sem tekið hafa þátt verið harðlega gagnrýndir. Getur verið að hér séu einhver ójós skilaboð? Afhverju heldur þú að karlmenn séu tregari til að taka afstöðu? „Það eru til allskonar rannsóknir um þetta og niðurstöðurnar ekki á eina leið. Kjarninn virðist þó liggja í því að kynferðisofbeldi hefur verið skilgreint sem kerfislægt vandamál kvenna. Þær verða að meginstefnu til fyrir því, þær sitja uppi með afleiðingarnar af því og þær hafa leitt baráttu gegn því. Þessu þarf að breyta.“ Það eru karlar sem að meginstefnu til beita kynferðisofbeldi og þeir þurfa að taka ábyrgð á því að brjóta upp þetta mynstur. Þetta er óþægilegt og erfitt, en konur eru búnar að vera að standa í þessu alltof lengi og það er bara löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt. „Það á eftir að kosta erfiðleika og sársauka og gjörsamlega óteljandi „hva má bara ekkert lengur?“ og krefjast samfélagslegs úthalds því hér er ekki bara ein töfralausn heldur þarf að vinna að þessu á mörgum sviðum og úr ýmsum áttum.“ Karlar verða að ráða við að geta rætt um kynferðisofbeldi sem kerfisbundið vandamál án þess að taka því sem einhverskonar persónulegri árás. Fyrir þá karla sem tengja ekki við mikilvægi þess að uppræta kynferðisofbeldi af hugsjónaástæðum segir María að þeir mættu þá hafa hugfast að samfélagslegur kostnaður af kynferðisbrotum hleypur á hundruðum milljóna árlega. „Mér er svo sem sama um hvort að karlar taki þátt í þessari baráttu af hugsjónar- eða hagkvæmnisástæðum, en það er allavega tímabært.“ María segir karla verða að ráða við það að geta rætt um kynferðisofbeldi sem kerfisbundið vandamál án þess að taka því sem einhverskonar persónulegri árás.Getty Stígamót hafa staðið fyrir námskeiði fyrir karla sem heitir Bandamenn og segist María hafa heyrt frá þeim að áhuginn á námskeiðinu sé mjög mikill sem sé stórt skref í rétta átt. „Þá held ég að frábæra verkefnið hans Þorsteins Einarssonar um Karlmennskuna hafi verið gagnlegt til þess að undirbúa jarðveginn fyrir karla sem vilja taka þátt í breytingum. Gerandi og þolandi geta haft ólíka upplifun Við tölum meira um gerendur ofbeldis. Hvenær ertu gerandi og hvenær ekki? Getur verið að einhverjir karlmenn geri sér hreinlega ekki grein fyrir því þegar þeir eru gerendur? „Dæmin sýna að þolandi og gerandi geta haft mjög ólíka upplifun af því sem á sér stað. Það þýðir ekki endilega að annað sé að ljúga og hitt ekki. “ Í skilningi réttarkerfisins eru hins vegar mjög ríkar kröfur gerðar til þess að fólk verði að láta sæta refsingu og það er mikilvægt að gefa ekki afslátt af grundvallarreglum réttarríkisins. Það eru ekki endilega sömu viðmið og liggja til grundvallar í samskiptum fólks og þannig getur skapast ákveðin gjá á milli þolenda og réttarkerfisins sem ég held að liggi á að brúa betur. „Á síðunni 112.is eru núna aðgengilegar upplýsingar fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni og úrræði til þess að leita sér aðstoðar. Ef einhver upplifir kynferðisleg samskipti við þig sem ofbeldi hljóta það að vera sterk skilaboð um að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Á 112.is eru upplýsingar um úrræðið Taktu Skrefið sem ég hvet fólk til þess að nota. Daður og áreitni. Geta skilin þar á milli jafnvel verið einhverjum óljós. Hvenær er daður áreitni? Það er ekki refsivert að vera daðrari. En það er auðvitað fólk sem lætur reyna á mörk, bæði annarra, sjálfs síns og samfélagsins. Að lokum tölum við um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og aðgerðir fyrir gerendur. Hvernig er hægt að gera betur? Hvað þurfa karlmenn að gera til þess að bæta sig og laga ástandið? „Ég vísa bara í ráðin 5 sem ég setti á netið, en ekki síður á upplýsingar fyrir gerendur kynferðisbrota og úrræði sem eru aðgengileg í gegnum 112.is.“ Hér fyrir neðan er hægt að lesa pistil Maríu, Topp 5 ráð fyrir karla sem eru á móti kynferðisofbeldi og vilja sýna það í verki. Ekki beita kynferðisofbeldi Virðist einfalt, en hefur greinilega ekki gengið nógu vel. Hérna eru leiðbeiningar frá landlækni og hérna eru leiðbeiningar með einföldum myndum. Ef þetta er ekki nóg væri hægt að henda í átak, til dæmis að fyrirmynd meistaramánaðar. Nauðungarlaus lífstíll væri flott markmið. Ég hef svosem skrifað um það áður, en þeir sem eru ekki á móti kynferðisofbeldi af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum, enda hleypur kostnaður af ofbeldi gegn konum á hundruðum milljóna samkvæmt erlendum úttektum. Ekki segja ekki allir karlar Karlar eru í meirihluta þeirra sem beita ofbeldi, bæði aðra karla og konur. Þeir eru líka í miklum meirihluta þeirra sem beita kynferðislegu ofbeldi. Þetta þarf ekki að fjölyrða um. Það er verið að tala um kerfi, ekki einstaklinga. Karlar sem beita ekki kynferðisofbeldi þurfa ekki að taka þetta persónulega. Þeir geta frekar reynt að sýna samkennd og setja sig í spor kvenna til þess að skilja þennan veruleika. Gott lesefni er til dæmis The Right Amount of Panic, sem er hægt að lesa aðeins um á íslensku hér. Vera fyrirmyndKarlar eru oft fyrirmyndir stráka. Þetta birtist með margskonar hætti. Þeir eru til dæmis í uppeldishlutverki gagnvart strákum, þjálfa þá í íþróttum, kenna þeim í skóla eða eru yfirmenn þeirra á vinnustað. Tækifærin til þess að móta gildi og viðhorf karla framtíðarinnar eru óþrjótandi og karlar geta notað þau til þess að breyta, jafnvel eyða, menningu sem viðheldur umhverfi sem kynferðisofbeldi þrífst í. Hérna eru nokkur ráð fyrir feður. Fara á námskeiðið Bandamenn hjá StígamótumFarðu með vinum, vinnufélögum, körlum í fjölskyldunni eða bara einn. Kannski niðurgreiðir stéttarfélagið jafnvel námskeiðsgjaldið. Halda karlakvöld Þá er ég auðvitað ekki að meina karlakvöld eins og íslensk íþróttafélög hafa haldið í fjáröflunarskyni í áratugi þar sem kvennaliðið gengur um beina í stuttum pilsum og allir sem fram koma eru kallar því að það eru bara engir frambærilegir kvenkyns listamenn. Ekki heldur svona karlakvöld þar sem vinirnir eða vinnufélagarnir gera sér glaðan dag og það er ráðinn strippari til að skemmta. Ég er að meina karlakvöld að fyrirmynd sænsku samtakanna Make Equal, sem kallast killmiddag á sænsku og gengur útá að karlar hittist og tali við vini sína, vinnufélaga eða karlana úr íþróttafélaginu til þess að tala um kynferðislegt ofbeldi. Það er hægt að nálgast leiðbeiningar á ensku hér.
Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01 Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01
Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00
Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32