Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2021 18:17 Mynd af konunni á sjúkrahúsi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra. Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03