Handbolti

Engin bikarþynnka hjá Lemgo og Alexander á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki lyftir bikarnum um síðustu helgi.
Bjarki lyftir bikarnum um síðustu helgi. Martin Rose/Getty Images

Bjarki Már Elísson og lærisveinar í Lemgo urðu bikarmeistarar í vikunni en það stöðvaði ekki Lemgo lestina í dag sem vann sigur, 32-25, á Nordhorn-Lingen.

Lemgo varð þýskur bikarmeistari eftir sigur á Melsungen en Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo sem er í tíunda sætinu.

Alexander Petersson komst ekki á blað er Flensburg-Handewitt vann 28-24 sigur á Hannover-Burgdorf. Flensburg er á toppnum með 60 stig.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark er Melsungen vann 30-28 sigur á Wetzlar en Guðmundur Guðmundson stýrir liði Melsungen sem er í sjötta sætinu.

Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kielce unnu 33-32 sigur á Wisla Plock eftir vítakastkeppni en Kielce eru orðnir pólskir meistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×