Sebastian Vettel hjá Aston Martin var í öðru sæti og Pierre Gasly hjá AlphaTauri nældi í bronsið.
Keppnin var stöðvuð tvívegis í dag vegna óhappa. Hjólbarðar þeirra Lance Stroll hjá Aston Martin og Max Verstappen hjá Red Bull sprungu og því var Perez óvænt í hörku baráttu við Lewis Hamilton hjá Mercedes þegar tveir hringir voru eftir.
Hamilton var á köldum dekkjum og rann úr beygju skömmu síðar sem þýddi að hann var hvergi nærri toppsætinu að þessu sinni.
Podium #122 for Seb
— Formula 1 (@F1) June 6, 2021
Podium #1 for @AstonMartinF1 #AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/WrpE9EsZkt
Perez landaði þar með sigri en samherji hans Verstappen náði ekki að ljúka hringjum dagsins. Vettel var þarna að tryggja Aston Martin sinn fyrsta verðlaunapall í sögu Formúlu 1.