Vagínuvald Jóhannesar Þórs og Guðrúnar Drafnar talar beint inn í MeToo Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 18:41 Framkvæmdastjóri og lektor koma saman til að ögra fólki og vekja það til umhugsunar. vísir/Vagina Power Gjörningahópurinn Vagínuvald, eða Vagina Power, segir sýningu sína á Skólavörðustíg tala beint inn í #MeToo-byltinguna. Sýningunni er ætlað að vekja fólk af dvala og fá það til að taka þátt í umræðunni. Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar. MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar.
MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp