Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:52 Katrín lagði breytingartillöguna fram sem almennur þingmaður. vísir/vilhelm Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira