Samfylkingin er samfylking Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. júní 2021 10:00 Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun