Var nálægt gjaldþroti en gafst ekki upp Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 08:30 Samsett „Ég er ótrúlega mikið ég sjálf og ég er búin að læra að meta það hvað það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Gerður Arinbjarnar, frumkvöðull og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush. „Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00