Mjótt á munum í Perú Árni Sæberg skrifar 7. júní 2021 13:42 Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú. Getty/Manuel Medir Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin. Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum. Perú Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum.
Perú Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira