Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Snorri Másson skrifar 7. júní 2021 16:55 Stjörnu-Sævar fær Janssen á fimmtudaginn, karl fæddur 1984. Vísir Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021 Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021
Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira