Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:38 Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur áhyggjur af þeirri hættu sem getur skapast við sjálfsmyndatökur við ferðamannastaði. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur. Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira