Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Kara Saunders og hin stórskemmtilega dóttir hennar Scottie. Instagram/@karasaundo CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira