Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. júní 2021 08:39 Ríkislögreglustjórinn Reece Kershaw og forsætisráðherrann Scott Morrison greina frá aðgerðinni á blaðamannafundi. epa/Dean Lewins Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC. Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC.
Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira