Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 12:09 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september. MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september.
MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira