Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 23:37 Eyjan rétt utan Reykjavíkur er varpstöð 10 þúsund lundapara. mynd/vilhelm Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira