Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 23:37 Eyjan rétt utan Reykjavíkur er varpstöð 10 þúsund lundapara. mynd/vilhelm Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira