Anníe Mist í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti um helgina en það væri mikið afrek fyrir hana að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún varð móðir. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir telur niður í undanúrslitamót sitt fyrir heimsleikana í CrossFit en þangað stefnir hún í fyrsta sinn eftir að hún varð móðir. Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00
Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31
Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31