Innlent

Raf­magni aftur komið á á Norð­austur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þórshöfn á Langanesi.
Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust var á stórum hluta Norðurlands í gærkvöldi og í nótt eða í Kelduhverfi, Öxarfirði, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði.

Þetta kemur fram á vef RARIK, en varaafl var keyrt upp þar sem það var hægt á meðan unnið var að viðgerð. Ástæða rafmagnsleysins var að aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.

Snemma í morgun var allt svæðið komið í lag að Kelduhverfi undanskildu en á vef RÚV segir að fyrir skemmstu hafi tekist að koma rafmagni á þar líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×