Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 09:04 Bleikjan hefur verið á undanhaldi í Soginu en það er von um að það gæti breyst. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Ásgarður við Sogið hefur verið að eiga góða daga í bleikju upp á síðkastið en það er ljóst að góður árangur Veitt og Sleppt er að skipta þarna miklu máli. Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum. Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Líflegt á austurbakka Hólsár Veiði "Löndunarbið“ í Langá: Áfram mok í Elliðaánum Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði
Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum.
Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Líflegt á austurbakka Hólsár Veiði "Löndunarbið“ í Langá: Áfram mok í Elliðaánum Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði