Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2021 18:50 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. vísir Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira