Félag atvinnurekenda og sérhagsmunagæsla félagsins Erna Bjarnadóttir skrifar 10. júní 2021 12:30 Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun