Þorsteinn hefur verið markmannsþjálfari hjá Fylki og ÍBV það sem af er sumri en er nú farinn til Svíþjóðar þar sem hann mun taka við stöðu markmannsþjálfara sænska félagsins. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í gærkvöld.
Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liði Kristianstad. Henni til aðstoðar er Björn Sigurbjörnsson og þá er Kristín Hólm Geirsdóttir styrktarþjálfari liðsins. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir leika með liðinu og þá stýrir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir U-19 og U-17 ára liðum félagsins.
Þorsteinn sagði í samtali sínu við Fótbolta.net að hann myndi klára yfirstandandi tímabil með sænska félaginu og svo taka stöðuna hvort hann verði áfram í Svíþjóð.
Aðalmarkvörður Kristianstad er Íslandsvinurinn Brett Maron en hún lék hér á landi árið 2008 og 2012. Í fyrra skiptið lék hún með Aftureldingu en það síðara með Val.