Fyrsta útkallið barst rétt fyrir kl. 22 en þá var maður handtekinn á heimili í miðborginni. Hann var vistaður í fangageymslu en er meðal annars grunaður um vörslu fíkniefna.
Annar maður var handtekinn í kjölfar tilkynningar sem barst lögreglu rétt fyrir miðnætti. Sá var grunaður um óskilgreint „áreiti“ og var sömuleiðis vistaður í fangageymslu.
Þá voru afskipti höfð af tveimur ofurölvi mönnum fyrir framan veitingahús í póstnúmerinu 108 en annar var talinn hafa dottið og fengið áverka á höfuð og hné. Var sá fluttur á bráðamóttöku en hinn handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ölvunar.