„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira