Arðvæðing óheillaspor Drífa Snædal skrifar 11. júní 2021 14:11 Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun