Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:19 Dæmi eru um að göngumenn hafi farið yfir lögregluborða sem settir hafa verið upp til öryggis á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. „Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent