Örlög Netanjahús ráðast í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:13 Að öllum líkindum mun ellefu ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús ljúka í dag. Hann mun þó að öllum líkindum vera fremstur í fylkingu stjórnarandstöðuliða á þessu kjörtímabili. AP Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar. Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar.
Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“