Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 14:49 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga. Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins. Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins.
Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira