Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 16:27 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málsins í fullum gangi. Vísir/Einar Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11