Cancelo með veiruna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 21:30 Cancelo er með Covid-19. EPA-EFE/Shaun Botteril João Cancelo, bakvörður Englandsmeistara Manchester City og portúgalska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er því farinn í einangrun og verður ekki með Pórtúgal er liðið hefur leik á EM. Cancelo hefur eflaust átt að vera í lykilhlutverki hjá Portúgal í sumar eftir frábært tímabil með Manchester City. Portúgal er í dauðariðli Evrópumótsins – ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Ungverjalandi – og þarf því á öllum sínum sterkustu mönnum að halda. Það er allavega ljóst að hinn 27 ára gamli Cancelo verður ekki með í upphafi móts en Fernando Santos, þjálfari Portúgals hefur tekið Diego Dalot, bakvörð Manchester United, inn í leikmannahóp Portúgals fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn kemur. Portugal coach Fernando Santos has replaced the 27-year-old with #MUFC's Diogo Dalot.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 13, 2021 Allir sem koma að portúgalska liðinu, starfslið og leikmenn, voru skimaðir í gær. Allir nema Cancelo voru neikvæðir og því ljóst að hann mun ekki taka þátt í leiknum gegn Ungverjum. Dalot lék með AC Milan á láni í vetur og er nýbúinn að taka þátt í lokaleikjum Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri. Þar tapaði Portúgal 1-0 gegn Þýskalandi. Dalot vonast eflaust eftir betri úrslitum gegn Þjóðverjum er A-landslið þjóðanna mætast nú á næstu dögum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Cancelo hefur eflaust átt að vera í lykilhlutverki hjá Portúgal í sumar eftir frábært tímabil með Manchester City. Portúgal er í dauðariðli Evrópumótsins – ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Ungverjalandi – og þarf því á öllum sínum sterkustu mönnum að halda. Það er allavega ljóst að hinn 27 ára gamli Cancelo verður ekki með í upphafi móts en Fernando Santos, þjálfari Portúgals hefur tekið Diego Dalot, bakvörð Manchester United, inn í leikmannahóp Portúgals fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn kemur. Portugal coach Fernando Santos has replaced the 27-year-old with #MUFC's Diogo Dalot.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 13, 2021 Allir sem koma að portúgalska liðinu, starfslið og leikmenn, voru skimaðir í gær. Allir nema Cancelo voru neikvæðir og því ljóst að hann mun ekki taka þátt í leiknum gegn Ungverjum. Dalot lék með AC Milan á láni í vetur og er nýbúinn að taka þátt í lokaleikjum Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri. Þar tapaði Portúgal 1-0 gegn Þýskalandi. Dalot vonast eflaust eftir betri úrslitum gegn Þjóðverjum er A-landslið þjóðanna mætast nú á næstu dögum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira