Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágúst síðastliðnum en í gær tryggði hún sér sæti á heimsleikunum í CrossFit seinna í sumar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira