Makamál

Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa með makanum þínum?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ein af algengari svefnstellingum para kallast skeið. (e. spooning) 
Ein af algengari svefnstellingum para kallast skeið. (e. spooning)  Getty

Hvort sem fólk hefur mikla snertiþörf eða ekki þá er mjög misjafnt hversu mikla snertingu fólk kýs þegar það fer að sofa.  

Sumir sofna best með því að vefja sig utan um eða í fang makans á meðan aðrir kjósa helst enga snertingu. 

Ein af algengari svefstellingum para kallast skeið (e. spooning) en þá snúa pör í sömu átt í faðmlögum. Sá sem faðmar kallast stundum stóra skeið og sá sem er faðmaður (snýr baki í makann) kallast litla skeið.  

Í sumum samböndum geta misjafnar svefnvenjur þegar kemur að snertingu verið vandamál, sérstaklega ef þær eru mjög ólíkar. 

Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra sem eru í sambandi.


Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.


Tengdar fréttir

Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“

„Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×