G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 12:57 Loftslagsmótmælendur á strönd nærri fundarstað fulltrúa G7-ríkjanna í Cornwall á Englandi í gær. AP/Jon Super Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira