Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 14:00 Agnar Smári Jónsson tók út leikbann í síðasta leik Valsmanna og er því eini leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu sem hefur ekki tapað leik í þessari úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira