Í tilkynningu frá Skeljungi segir að Berglind hafi undanfarið ár starfað við rekstrar- og markaðsmál hjá Metro og þar áður hjá Dagný og Co. samhliða námi. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Skeljungur keypti nýlega allt hlutafé í Gló veitingum ehf. og tók við rekstri félagsins. Gló vörur, svo sem skálar, vefjur, safar og grautar eru nú til sölu á þremur þjónustustöðvum Orkunnar; við Vesturlandsveg, í Suðurfelli og Hagasmára,“ segir í tilkynningunni.