Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 14:13 Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Vísir/Bára Dröfn Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45