Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 14:13 Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Vísir/Bára Dröfn Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn