Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 07:01 Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri á Skotum. Það síðara var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Petr Josek Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira