Aleksey Miranchuk skoraði eina mark Rússlands í 1-0 sigri á Finnlandi sem þýðir að fyrrnefnda liðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit.
Gareth Bale lagði upp bæði mörk Wales á þá Aaron Ramsey og Connor Roberts ásamt því að hann brenndi af vítaspyrnu í 2-0 sigri á Tyrklandi. Wales nú með fjögur stig og í góðum málum.
Þá skoruðu Ítalir þrjú mörk annan leikinn í röð en liðið vann aftur 3-0 sigur, að þessu sinni gegn Sviss. Manuel Locatelli með tvö mörk og Ciro Immobile eitt. Ítalir með sex stig og virðast nær óstöðvandi í upphafi móts.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.